Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,47% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.257,57 stigum. Mest raunhækkun varð á gengi bréfa HB Granda, en það hækkaði um ein 5,91% í dag. Uppgjör fyrirtækisins var töluvert yfir væntingum.

Þá hækkaði gengi bréfa Icelandair um 1,32% og VÍS um 0,80%. Gengi bréfa N1 hækkaði um 13,5%, en það skýrist af því að lækkun hlutafjár félagsins kom inn í gengi bréfa þess í dag.

Velta á hlutabréfamarkaði nam 1,4 milljörðum króna og þar af var velta með bréf HB Granda mest, eða fyrir tæpar 320 milljónir króna.