Gengi hlutabréfa bresku stórverslunarkeðjunnar House of Fraser hækkaði um rúmlega 3% í töluverðum viðskiptum í gær.

Ástæða hækkunarinnar er talin vera sú að Baugur hafi lokið áreiðanleikakönnun og að formlegt kauptilboð í fyrirtækið sé væntanlegt.

Baugur hefur gert óformlegt kauptilboð í House of Fraser að virði 148 pens á hlut, sem samsvarar 351 milljón punda eða um 48 milljörðum króna.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins mun FL Group taka þátt í yfirtökunni, sem verður að hluta til fjármögnuð með sölutryggðum lánum frá Bank of Scotland og Glitni banka.