Bandaríska netverslunin Amazon skilaði árshlutauppgjöri fyrir annan ársfjórðung í gærkvöldi en þá kom fram að fyrirtækið hefði skilaði 92 milljóna dala hagnaði á tímabilinu. Er það mun betri niðurstaða en markaðsaðilar bjuggust við og rauk gengi bréfa í fyrirtækinu upp um 18,5% stuttu eftir kynningu uppgjörsins. BBC News greinir frá þessu.

Sérfræðingar gerðu ráð fyrir að Amazon myndi skila tapi á tímabilinu líkt og það gerði á síðasta ári þegar það tapaði 126 milljónum dala.

Hins vegar kom fyrirtækið á óvart og jókst sala þess um fimmtung á tímabilinu, en hún nam nú 23,2 milljörðum dala. Er það aðallega söluaukningu í Norður-Ameríku að þakka, en þar jókst salan um 25,5% og nam 13,8 milljörðum dala.