Hlutabréf í Bang og Olufsen snarlækkuðu í morgun eftir að það varð ljóst að fyrirtækið væri að íhuga að auka hlutafé. Hlutabréfin lækkuðu um 17% í morgun.

Með auknu hlutafé stendur til að fjárfesta í markaðssetningu og auka rannsóknar- og þróunarfé fyrirtækisins.

Bang & Olufsen hefur einnig velt fyrir sér þeim möguleika að selja hluta af starfsemi sinni.

Forsvarsmenn Bang & Olufsen taka skýrt fram í tilkynningu að ekki hafi neinar ákvarðanir verið teknar formlega.