Gengi bréfa í HB Granda hækkaði um 2,96% í 179 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Ekki er gott að segja hvort hækkunin tengist að einhverju leyti sölu TM á tveggja milljarða hlut í fyrirtækinu í gær.

Ekkert félag hækkaði eins mikið en Marel hækkaði um 2,07% í 199 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkaði gengi bréfa í VÍS um 1,97% í 137 milljóna viðskiptum og gengi bréfa í Icelandair hækkaði um 0,56% í 170 milljóna króna viðskiptum.

Einungis tvö fyrirtæki lækkuðu, sjóvá og TM en velta með bréf þessara tveggja fyrirtækja var lítil og lækkunin ekki mikil.