Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,85% í viðskiptum dagsins. Heildarvelta á mörkuðum nam 9,2 milljörðum. Velta á aðalmarkaði hlutabréfa nam tæpum 1,4 milljarði.

Gengi bréfa í Högum hækkaði mest í dag eða um 1,76% í 428 milljón króna viðskiptum. Í gær var tilkynnt að Hagar hyggðust kaupa Lyfju frá ríkinu. Einnig hækkaði gengi bréfa Regins lítillega eða 0,2% í 17 milljón króna viðskiptum.

Gengi bréfa allra aðra félaga á markaði lækkaði eða hélst í stað. Gengi bréfa HB Granda lækkaði til að mynda um 2,17% í 69 milljón króna viðskiptum og einnig lækkaði gengi bréfa í Marel um 2,08% í 220,4 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 8,5 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,9% í dag í 1,4 milljarða viðskiptum.Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 6,7 milljarða viðskiptum.