Gengi bréfa í Icelandair Group hækkaði um 1,72% í 113 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Þá hækkun má væntanlega rekja til þess að boðað var að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra myndi leggja fram lagafrumvarp um bann á verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair. Verkfallið olli mikilli röskun á flugi á mánudaginn.

Marel lækkaði um 0,93% í 94 milljóna króna viðskiptum, Hagar hækkuðu um 0,51% í 69 milljóna króna viðskiptum. Viðskipti með bréf í öðrum félögum voru óveruleg.