Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,55% í viðskiptum dagsins. Heildarvelta á markaði nam tæpum 8,6 milljörðum. Þar af var velta á hlutabréfamarkaði 2,2 milljarðar. Úrvalsvísitalan stendur nú í 1.718,35 stigum.

Gengi bréfa í Icelandair Group hækkaði mest, eða um 3,17% í rúmlega 850 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa í Marel hækkaði einnig ríflega, eða um 2,94% í 530,5 milljón króna viðskiptum. Gengi hlutabréfa í N1 hækkaði um 1,73% í 432,5 milljón króna viðskiptum.

Lítið var um lækkanir á hlutabréfamarkaði, en gengi bréfa í HB Granda lækkaði um 2,08% í 25,9 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,5% í dag í 9 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 1,4% í dag í 2,2 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 6,8 milljarða viðskiptum.