Hlutabréf í Marel hefur fallið um 10% í morgun í 101 milljóna króna viðskiptum. Þetta fall má rekja til þess að uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung var birt eftir lokun markaða í gær.

Samkvæmt uppgjörinu var EBITDA hagnaður fyrirtækisins helmingi lægri en í fyrra. Hann var 8,1 milljón evra núna en 16,9 milljónir evra í fyrra.

Tap félagsins eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins nam 1,9 milljónum evra, 295 milljónum króna, en hagnaður nam 5,7 milljónum evra, eða 884 milljónum króna, á sama tíma í fyrra.

Í Morgunpósti IFS greiningar, sem VB birti í morgun , segir að uppgjör Marels valdi miklum vonbrigðum.