Gengi bréfa í Northern Rock hækkuðu um 12% í gær þegar fréttir bárust af því að fjárfestingarfélagið JC Flowers, sem seldi Kaupþingi hollenska bankann NIBC í síðasta mánuði, hefði tryggt sér fjármögnun upp á 15 milljarða punda sem hugsanlega yrði notað til að gera yfirtökutilboð í breska bankann. Northern Rock er undir miklum þrýstingi frá stjórnvöldum og hluthöfum um að leita allra leiða til að finna lausn á þeim fjárhagsvandræðum sem bankinn hefur glímt við, en samkvæmt heimildum Financial Times hefur bankinn fengið um 8 milljarða punda að láni frá Englandsbanka.

Nánari umfjöllun er að finna í Viðskiptablaðinu í dag.