Gengi bréfa í VÍS lækkaði um 2,56% í 196 milljóna króna viðskiptum. Ekkert fyrirtæki lækkaði eins mikið í Kauphöll Íslands. Gengi bréfa í Marel lækkaði um 1,7!% í 144 milljóna króna viðskiptum og gengi bre´fa í Icelandair lækkaði um 0,56% í 127 milljóna króna viðskiptum.

Nýliðinn á markaðnum, Sjóvá, lækkaði um 0,95% í 58 milljóna króna viðskiptum. Kaupgengi bréfanna stendur nú í 13,57. Það er álíka hátt verð og bréfin voru seld á í B-hluta í tilboðsbók í almennu útboði en þá voru þau seld á 13,51. Þetta er hins vegar mun hærra en þau voru seld á í tilboðshluta A en þar voru þau seld á 11,90.