Gengi bréfa í Vodafone lækkaði um 1,87% í 106 milljóna króna viðskiptum í dag, en félagið kynnti árshlutauppgjör sitt í morgun. Um miðjan dag höfðu bréf í félaginu lækkað um 2,55% en lækkunin gekk lítillega til baka fyrir lokun markaðar.

Gengi bréfa í Össuri hækkaði mest í dag, eða um 4%, en velta með bréfin nam einungis einni milljón króna.

Mest velta var með bréf í N1, en þau styrktust um 0,90% í 321 milljón króna viðskiptum.

Þá hækkaði gengi bréfa í Sjóvá um 0,93%, Eimskip um 0,90% og Icelandair Group um 0,85%. Bréf í Marel lækkuðu hins vegar um 0,24%.

Úrvalsvísitalan styrktist um 0,42% í dag og endaði í 1.142,85 stigum. Heildarvelta með hlutabréf á aðalmarkaði Kauphallar Íslands nam rúmum 655 milljónum króna.