Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur hækkað um 5,52 prósentustig það sem af er morgni. Talsverð viðskipti hafa verið með bréfin eða 544 milljónir króna. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,21%.

Í gærkvöldi sendi Icelandair Group frá sér flutningatölur þar sem fram kom að Icelandair hafi flutt um 488 þúsund farþega í júní og að þær hafi verið 11% fleiri en í júní á síðasta ári. Sætanýtingin var 85,4% samanborið við 83,7% á sama tíma í fyrra. Bogi Nils, framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group, sagði í samtali við Viðskiptablaðið í gær að ánægja ríkti sér í lagi með aukna sætanýtingu milli ára.

Einnig hefur gengi hlutabréfa Marels hækkað um 3,25% þegar þetta er ritað í 551 milljón króna viðskiptum.