Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur hækkað um 3,38% frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Mikil velta hefur verið með hlutabréfin en veltan með þau nemur nú 785 milljónum króna. Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur hækkað um 124 á síðastliðnum 12 mánuðum og stendur það nú í 16,8 krónum á hlut. Það hefur ekki verið hærra síðan í enda september árið 2008

Icelandair Group hagnaðist um 65,3 milljónir dala á þriðja ársfjórðungi. Það gera 7,8 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar nam hagnaður félagsins 51,4 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Rekstrarhagnaður nam 102,2 milljónum dala og jókst um 24,3 milljónir frá í fyrra. Þá jukust heildartekjur um 17% á milli ára.

IFS Greining sagði uppgjörið gott og ljóst að fjórðungurinn hafi verið félaginu hagstæður.