Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur fallið um 3,53% í Kauphöllinni í dag. Velta með hlutabréfin það sem af er degi nemur 274 milljónum króna. Þetta eru einu skráðu viðskiptin með hlutabréf í Kauphöllinni í dag.

Gengi hlutabréfa Icelandair Group stóð í 18,4 krónum á hlut við lokun viðskipta á föstudag en er nú komið niður í 17,75 krónur á hlut. Til samanburðar stóð gengi hlutabréfanna í 14,6 krónum á hlut og hefur það hækkað um tæp 21,6% síðan þá. Gengið stóð í 18,2 krónum á hlut um áramótin síðustu og fór hæst í 19,7 krónur á hlut í byrjun febrúar á þessu ári. Þá hafði það ekki verið hærra í næstum sex ár eða síðan í september árið 2008. Gengið tók að lækka nokkuð eftir það og fór lægst í 16,85 krónur á hlut í byrjun maí síðastliðnum.