Gengi hlutabréfa Eimskips hækkaði um 2,05% í 209 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þetta var bæði mesta gengishækkun dagsins og mestu viðskiptin. Bréfin stóðu í 225 krónum á hlut eftir fyrsta daginn í Kauphöllinni í nóvember. Þau gáfu eftir í kjölfar skráningar og stendur nú í 223 krónum á hlut.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 0,78%, bréf Haga-samstæðunnar fóru upp um 0,46% og fasteignafélagsins Regins um 0,19%. Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur ekki verið hærra síðan í gengishruni félagsins á vordögum 2009.

Engin lækkun var á markaðnum í dag.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,19% og endaði hún í 1.007,06 stigum.