Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði um 0,86% í Kauphöllinni í dag. Á bak við gengislækkunina eru viðskipti upp á 275 milljónir króna.

Fyrr í dag lækkaði gengi bréfa félagsins talsvert meira eða um allt að 1,73% og ljóst að það jafnaði sig nokkuð yfir daginn. Stjórnendur félagsins tilkynntu í morgun að öllum 26 flugferðum Icelandair yrði aflýst á morgun vegna boðaðs verkfalls og yfirvinnubanns flugmanna félagsins.

Icelandair hafði áður tilkynnt að verkfall flugmann kynni að kosta félagið 1,5 til 1,7 milljarða króna.