Gengi hlutabréfa í Icelandair Group lækkaði um 0,63% í viðskiptum upp á tæpar 28 milljónir króna Kauphöllinni í dag. Gengi hefur legið yfir sex krónum á hlut síðustu dagana og hefur það ekki verið hærra síðan Íslandsbanki og fleiri tóku yfir megnið af hlutabréfum í félaginu vorið 2009. Það endaði í 6,32 krónum á hlut í dag.

Önnur hreyfing var ekki á hlutabréfamarkaði en viðskipti voru með bréf í Marel upp á 28,5 milljónir króna og í Högum upp á 29 milljónir.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,17% og endaði hún í 1.029 stigum. Hæst fór hún í um 1.040 stig fyrir nokkrum dögum.