Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur lækkað um 1,16% í Kauphöllinni í dag. Gengið stendur í 17 krónum á hlut. Gengi hlutabréfanna hafði lækkað um rétt rúm 2% í kjölfar verkfallsaðgerða flugstjóra Icelandair sem hófust á föstudag fyrir viku. Það tók kipp um miðjan dag í gær eftir að frá því var greint að kvisast hefði út að lög yrðu sett á aðgerðir flugmanna.

Lægst fór gengið í 16,85 krónur á hlut í verkfallinu á mánudag.

Nokkur velta hefur verið með hlutabréf Icelandair Group í dag eða upp á 175 milljónir króna. Heildarveltan með hlutabréf félagsins nam 740 milljónum króna í gær.