*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 30. nóvember 2011 18:49

Gengi bréfa Icelandair Group niður um 2,75%

Hlutabréf Icelandair Group hafa fallið um 15% í mánuðinum. Þau hafa ekki verið ódýrari síðan í ágúst.

Ritstjórn
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Haraldur Jónasson

Gengi hlutabréfa Icelandair Group féll um 2,75% í Kauphöllinni í dag og endaði það í 4,95 krónum á hlut. Gengi bréfa í félaginu hefur ekki farið undir fimm krónur á hlut síðan í ágúst.

Gengi bréfa Icelandair Group fór hæst í 5,84 krónur á hlut fyrir mánuði og hefur þessu samkvæmt fallið um 15% á einum mánuði. Þar af hefur gengið farið niður um tæp 10% síðan Framtakssjóðurinn seldi 10% hlut í Icelandair Group 7. nóvember síðastliðinn.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Marel um 0,84% en gengi bréfa Össurar hækkaði um 0,5%

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,23% í dag og endaði í 890,6 stigum.