Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hækkaði um 5,18% í rétt rúmlega 100 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta hækkun dagsins. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 2,88% í rúmlega 200 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkaði gengi bréfa fasteignafélagsins Regins um 0,22% í tæplega 16 miljóna króna veltu.

Á móti lækkaði gengi bréfa Vodafone um 0,58%, Marel um 0,34% og Eimskips um 0,18%.

Mikil hækkun á gengi bréfa Össurar og Icelandair Group þrýstu Úrvalsvísitölunni upp um 1,43%. Hún endaði í 1.188,4 stigum.