Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði um 3,95% í um 542 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag. Þetta var jafnframt langmesta veltan á hlutabréfamarkaði.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Marel um 1,52% í tæplega 121 milljóna króna veltu.

Þá féll gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 2,02% eftir að félagið birti uppgjör í dag sem þótti undir væntingum. Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins lækkaði um 0,39% og gengi bréfa Haga-samstæðunnar fór niður um 0,26%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,36% og endaði vísitalan í 994,95 stigum. Velta með hlutabréf í Kauphöllinni nam tæpum 700 milljónum króna sem er langt yfir meðalveltu upp á síðkastið.