*

miðvikudagur, 27. maí 2020
Innlent 3. júní 2019 17:56

Gengi bréfa Icelandair hækkaði mest

Verð á hlutabréfum Icelandair hækkaði mest í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni eða um 2,38% í 157 milljóna króna viðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum Icelandair hækkaði mest í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni eða um 2,38% í 157 milljóna króna viðskiptum. Arion banki hækkaði næstmest eða um 0,13% í 162 milljóna króna viðskiptum. Gengi annarra félaga á aðlamarkaði Kauphallarinnar lækkaði eða stóð í stað.  

Þau þrjú félög sem lækkuðu mest í dag og voru Festi, Eimskip og Skeljungur. Festi lækkaði um 2,78%, Skeljungur um 1,81% og Eimskip um 1,98%.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam um 1,5 milljörðum króna. OMXI8 vísitalan lækkaði um 0,64%.

Stikkorð: Kauphöll Icelandair Nasdaq