Kauphallardagurinn
Kauphallardagurinn
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði mest í Kauphöllinni í dag, eða um 1,45%, í 440 milljón króna viðskiptum.

Talsverð hækkun var á hlutabréfamarkaði en auk Icelandair þá hækkaði gengi bréfa í Marel um 1,40%. Viðskipti með bréfin námu 468 milljónum króna. Þá hækkaði gengi bréfa í Vodafone um 1,15% og Regins um 0,62%. Gengi bréfa Haga hækkuðu jafnframt um 0,22% i 432 milljón króna viðskiptum.

Þá lækkaði gengi bréfa Sjóvár um 1,51% og Vís um 1,32%. Bréf í Granda fóru niður um 0,54%

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,66% og endaði í 1.159 stigum. Heildarvelta með hlutabréf í dag var 1.593 milljónir króna.