Gengi hlutabréfa Icelandair Group hefur lækkað um rúm 1,4% frá því viðskipti hófust með hlutabréf í Kauphöllinni í dag. Ekki er mikil velta með hlutabréfin enn sem komið er. Hún nemur nú 30 milljónum króna. Í gær féll gengi bréfa félagsins um 4,35% og nemur lækkunin þessa tæpu tvö daga nú því samtals 5,77%.

Fram kom á VB.is í gær að sérfræðingar á markaði teldu nærtækustu ástæðuna fyrir gengisfallinu eldsumbrot undir Bárðarbungu og hætta á gosi í Vatnajökli.

Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, sagði m.a.:

„Við teljum þó að eldgosin bæði Eyjafjallajökli og Grímsvötnum hafi til lengri tíma haft jákvæð áhrif á bæði Icelandair og túrismann á Íslandi. Hvað verður nú er hins vegar ómögulegt að segja. Hér togast á annars vegar mögulegt tjón af völdum hamfara ef þær eiga sér stað og hins vegar það sviðsljós sem beinist að Íslandi. Þegar eldsumbrot eru annars vegar er líklega best að vera varfærinn í að spá.“