Gengi hlutabréfa hefur hækkað um 6,1% það sem af er degi í kjölfar yfirtökutilboðs félags í eigu Dagsbrúnar í hlutafé félagsins, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Gengi bréfa Kögunar hefur hækkað um 22,1% frá áramótum. Síðustu viðskipti voru á genginu 70,7 krónur á hlut.

Skoðun, félag í eigu Dagsbrúnar, yfirtökutilboðið í dag, ásamt því að félagið hefur keypt 51% hlut í Kögun. Yfirtökutilboðið er á genginu 75 krónur á hlut og er heildarvirði kauptilboðsins því um 14,5 milljarðar króna.