Gengi hlutabréfa Marel féll um rétt tæp 3% í tíu viðskiptum upp á 109 milljónir króna í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta gengislækkun dagsins sem dró Úrvalsvísitöluna niður. Gengi hlutabréfa Marel hefur ekki verið lægra síðan í desember árið 2011.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa VÍS um 0,98% og TM um 0,17%

Á móti hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 1,91%, bréf Eimskips hækkaði um 0,67% og fasteignafélagsins Regins um 0,60%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,54% og endaði hún í 1þ140 stigum.

Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni nam rúmum 643 milljónum króna. Mest voru viðskipti með hlutabréf Icelandair Group eða fyrir rúmar 483 milljónir króna.