Gengi hlutabréfa Marel féll um 2,44% í 204 milljóna króna veltu með þau í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta gengislækkun dagsins. Gengi hlutabréfanna stendur í 100 krónum á hlut og hefur það ekki verið lægra síðan í lok desember árið 2010.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Eimskips um 1,78%, gengi bréfa fasteignafélagsins Regins fór niður um 0,96%, Icelandair Group um 0,83%, Sjóvár um 0,81% og VÍS um 0,12%.

Á hinn bóginn hækkaði gengi bréfa Vodafone um 0,77%, Haga um 0,45% og N1 um 0,27%

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,69% og endaði hún í 1.150 stigum. Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni var í hærri kantinum í dag en hún nam 1.860 milljónum króna.