Gengi hlutabréfa Marel féll um 3,7% í 204 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag. Gengið bréfa félagsins hefur ekki verið jafnt lágt skráð síðan í febrúar árið 2011. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Vodafone um 1,66% og TM um 0,98%.

Hins vegar hækkaði gengi bréfa Haga um 1,05%, VÍS um 0,57%, Regins um 0,44% og Eimskips um 0,20%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,06% og endaði hún í 1.238,98 stigum. Heildarvelta í Kauphöllinni nam rétt tæpum 700 milljónum króna. Mest voru viðskiptin með hlutabréf Haga eða upp á 285 milljónir króna.