Gengi hlutabréfa Marel hefur hækkað um 1,88% í Kauphöllinni í dag. Talsverð velta er með hlutabréf fyrirtækisins eða upp á 280 milljónir króna sem eru langmestu viðskiptin á markaðnum í dag. Á sama tíma nemur næstmesta hækkunin á hlutabréfamarkaði til þessa 39 milljónum króna með hlutabréf N1.

Gengi hlutabréfa Marel stendur nú í 135,5 krónum á hlut sem er sambærilegt og um miðjan desember síðastliðinn.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,84% og stendur hún nú í 1.270 stigum.