Gengi hlutabréfa Marel hækkaði um 3,76% í veltu upp á rúmar 470 milljónir króna í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta hækkunin á nokkuð veltumiklum degi. Sem fyrr var mesta veltan með hlutabréf Icelandair Group eða upp á 505 milljónir króna. Gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 3,02%.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Vodafone um 2,39% en gengi bréfa Regins um 1,61%, VÍS um 1,48%, Eimskips um 1,34%, Haga um 0,65% og TM um 0,16%.

Á hinn bóginn lækkaði gengi bréfa N1 um 0,26%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,29% og endaði hún í 1.288 stigum. Heildarvelta með hlutabréf nam tæpum 1,6 milljörðum króna.