Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um ein 1,37% í dag og endaði í 1.174,53 stigum. Gengi bréfa Marels lækkaði um 3,91%, en félagið skilaði árshlutauppgjöri í gær þar sem fram kom að hagnaður lækkaði töluvert á milli ára. Þá lækkaði gengi bréfa Össurar um 2,06% og Haga um 1,04%. Gengi bréfa TM hækkaði um 0,71% og VÍS um 0,37%. Velta á hlutabréfamarkaði nam 523,5 milljónum króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,03% í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,06% en sá óverðtryggði lækkaði um 0,05%. Velta í viðskiptum með skuldabréf í vísitölunni nam rúmum 1,6 milljarði króna.