Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,58% í tæplega 410 milljóna króna viðskiptum í dag. Gengi bréfa Marels hækkaði um 2,37% og Regins um 1,0%. Hins vegar lækkaði gengi Haga um 1,43%, Össurar um 0,54% og Icelandair um 0,4%.

Óvenjulega lítil velta var á skuldabréfamarkaði í dag og hreyfðist skuldabréfavísitala GAMMA ekki neitt. Verðtryggði hluti hennar hækkaði að vísu um 0,07%, en sá óverðtryggði lækkaði á móti um 0,16%. Velta á skuldabréfamarkaði nam 2,12 milljörðum króna og var nær öll veltan í viðskiptum með verðtryggð bréf.