Gengi hlutabréfa Marels hefur hækkað um 4,49% frá því að markaðir opnuðu í dag, en fyrirtækið gaf út tilkynningu snemma í morgun um að afkoma þess á fyrsta ársfjórðungi yrði ofar væntingum.

Velta með hlutabréfin nemur 105 milljónum króna það sem af er degi.

Í tilkynningu Marels um uppgjörið kom fram að mat stjórnenda fyrirtækisins væri að afkoma þess væri umfram umfram væntingar. Það byggðist einkum á auknum tekjum, hagstæðri tekjudreifingu og aukinni skilvirkni í rekstri félagsins.