Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 1,56% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 977,9 stigum. Gengi bréfa Haga hækkaði um 1,53% og Regins um 0,1%, en gengi bréfa Marels lækkaði aftur á móti um 4,1% og Icelandair um 0,4%. Velta á hlutabréfamarkaði var með meira móti og nam 984,3 milljónum króna og var velta með bréf Marels þar af tæpar 540 milljónir.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,38% í 8,5 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,51% o0g sá óverðtryggði um 0,06%.