Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 1,5% í október og nam meðaldagsveltan í seinasta mánuði 7,8 milljörðum króna. Ríkistryggða skuldabréfavísitalan hækkaði um 0,4% í mánuðinum, vísitala fyrirtækjaskuldabréfa um 0,4% og hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 4,1%. Þetta kemur fram í frétt GAMMA um vísitölur GAMMA í október .

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði, eins og áður sagði, um 4,1% og nam meðaldagsveltan á hlutabréfamarki 2,7 milljörðum. Markaðsverðmæti vísitölunnar hækkaði um 29 milljarða í mánuðinum og nemur nú 732 milljörðum.

22% hækkun á gengi bréfa

Mest hækkun var á gengi bréfa N1, en þau hækkuðu um 22%. Næstmest hækkun var á bréfum TM, en gengi þeirra hækkaði um 12,8%.

Mest lækkun var hins vegar á bréfum Vodafone en gengi þeirra lækkaði um 5,9% og næst mest lækkun var á bréfum HB Granda, 2%.

Mynd fengin af vef GAMMA.

Gamma hlutabréfavísitala október 2016
Gamma hlutabréfavísitala október 2016