Gengi hlutabréfa N1 hækkaði nokkuð í fyrstu viðskiptum með hlutabréf félagsins í Kauphöll. Hlutafjárútboð með bréfin var tvískipt. Þar seldust 18% hlutur á 18,01 krónu á hlut og 10% á 15,3 krónur á hlut. Gengi bréfa félagsins stóð í 18,6 krónum á hlut á markaði í fyrstu viðskiptum dagsins sem jafngildir á bilinu 3,3-21,5% hækkun frá útboði.

Gengið sveiflaðist nokkuð á fyrsta stundarfjórðungnum eftir skráningu og fór frá 18,5 krónum á hlut niður í 18,1 og aftur til baka. Talsverð velta var með bréfin fyrstu mínúturnar eða upp á tæpar 280 milljónir króna.

Bankar, fjármálafyrirtæki og sjóðir, þar á meðal lífeyrissjóðir og sjóðir í rekstri banka, eiga samtals 74,3% hlut í N1 eftir útboðið.