Gengi hlutabréfa pólska símafélagsins Netia lækkaði um 9% í dag, en félagið greindi frá því að rekstartekjur í ár verði undir væntingum.

Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator Poland, á 23% hlut í Netia og hefur gefið til kynna að félagið hafi áhuga á að auka hlutinn í 33%.

Hagnaður Netia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) jókst um 5% árið 2005 í 339 milljónir pólska zloty (7,06 milljarðar íslenskra króna) úr 351 milljón zloty.

Hins vegar segir Netia að EBITDA-hlutfallið (EBITDA deilt með rekstrartekjum) muni dragast saman í 25-30% á þessu ári, samanborið við 37% í fyrra. Ástæða samdráttarins er aukin fjárfesting félagsins á innanlandsmarkaði, segir í tilkynningu frá Netia.

?Rekstrarárangurinn er slakur og margir eru vonsviknir með árangursspár félagsins á þessu ári, sérstaklega EBITDA-hlutfallið," sagði Michal Marczak, sérfræðingur á pólska bankanum BRE Bank í samtali við Reuters-fréttastofuna.

Rétt fyrir hádegið lækkaði gengi bréfa Netia um 7,3% í 5,05 zloty á hlut en fór lægst í 4,96 zloty á hlut, sem samsvarar 9% lækkun.

Netia mun auka arðgreiðslur fyrir síðasta ár úr 0,13 zloty á hlut úr 0,10 zloty á hlut.