*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 24. október 2014 16:36

Gengi bréfa Össurar aldrei hærra

Bréf Össurar hækkuðu um 5,45% í viðskiptum dagsins í dag og Marel hélt áfram að hækka.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Gengi bréfa Össurar hækkaði um 5,45% í viðskiptum dagsins í dag og hefur gengið aldrei verið hærra. Velta með bréf Össurar nam 272,6 milljónum króna. Þá hækkaði gengi bréfa Marels um 4,20% í 618 milljóna króna viðskiptum. Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland lækkaði hins vegar um 0,03% í dag og endaði í 1.259,6 stigum.

Auk Össurar og Marels hækkaði gengi Regins um 0,34%, en gengi bréfa annarra félaga annað hvort stóð í stað eða lækkaði. Þannig lækkaði gengi bréfa Haga um 4,13% og Vodafone um 1,99%. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 1.930,1 milljón króna í dag.

Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 9.430,4 milljónum króna. Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,07%. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,11% en sá óverðtryggði hækkaði aftur á móti um 0,02%. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,03%. Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,08%.