Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði um 1,45% í Kauphöllinni í dag. Ekki var tiltölulega mikil velta með hlutabréf félagsins en hún nam 93 milljónum króna. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa VÍS um 0,6%, TM um 0,41% og fasteignafélagsins Regins um 0,31%.

Á móti féll gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 3,65%, gengi bréfa Vodafone lækkaði um 1,26%, bréf N1 fóru niður um 1,23%, Sjóvár um 0,67%, Eimskips um 0,32% og Haga um 0,23%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,37% í dag og endaði hún í 1.126 stigum. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam tæpum 628,4 milljónum króna. Mest var veltan með hlutabréf Haga eða upp á 126 milljónir króna.