Össur er hástökkvari skráðra hlutafélaga ef litið er á seinustu tólf mánuði. Þannig hefur gengi með hluti í félaginu vaxið um rúmlega 89 prósent á seinustu tólf mánuðum.

Skammt á hæla Össurar fylgir HB Grandi, en verðmæti hluta félagsins hefur hækkað um 85,31 á seinustu tólf mánuðum samkvæmt upplýsingum úr kauphöll.

Lakasta ávöxtunin hefur verið á bréfum VÍS, en verðmæti þeirra hefur rýrnað um 26,28 prósent seinustu tólf mánuði þó að gengi þeirra hafi tekið lítinn kipp upp á við á föstudag. Svipaða sögu er að segja af hinum tryggingafélögunum, en verðmæti Sjóvá hefur rýrnað um 15,11 prósent og TM um 17,98 prósent. Það er því útséð að illa hefur árað hjá tryggingafélögunum seinustu tólf mánuði.