Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hefur hækkað um 5,45% í Kauphöllinni í morgun. Ekki eru mikil viðskipti á bak við gengishækkunina en velta með þau nema átta milljónum króna.

Gengi hlutabréfanna stendur nú í 290 krónum á hlut. Það er sama gengi og verðmat IFS Greiningar frá á miðvikudag hljóðaði upp á. Til samanburðar var lokagengi bréfa Össurar 275 krónur á hlut á miðvikudag. ð hlutur í Össuri sé 290 króna virði. Lokagengi á markaði á miðvikudag var 275 krónur. IFS Greining mælti með kaupum á hlutabréfum Össurar á miðvikudag og hækkaði þá gengi bréfanna um 3,4%.