Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,90% í dag og endaði í 1.310,95 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 9,82%.

Gengi bréfa Icelandair hækkaði mest eða um 3,48% og námu viðskipti með þau um 636 milljónir króna. Þá hækkuðu gengi bréfa í VÍS um 2,33% og Haga um 1,89%.

Gengi bréfa Össurar lækkaði mest allra eða um 4,4% þó námu viðskipti með bréfin aðeins 56 milljónum. Þá lækkuðu gengi bréfa Eimskipa og Fjarskipta lítillega eða um 0,46% og 0,26%.

Velta á hlutabréfamarkaði nam 2,3 milljörðum króna.