Gengi hlutabréfa stoðtækjaframleiðandans Össurar hefur hækkað um 4,9% það sem af er degi. Það stendur nú í 213 krónum á hlut í Kauphöllinni en þessi verðmiði á hlutabréfum félagsins hefur ekki sést síðan í október árið 2010. Í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hefur gengi hlutabréfa félagsins hækkað um 0,5% og stendur það í 9,5 dönskum krónum á hlut.

Eins og VB.is er það mat IFS Greiningar að viðsnúningur hafi náðst í rekstri Össurar á þriðja ársfjórðungi og séu hlutabréf félagsins vanmetin í báðum kauphöllunum sem þar sem þau eru skráð. IFS Greining hefur að þeim sökum breytt fjárfestingarráðgjöf fyrir Össur úr úr halda í kaupa. Hlutabréf Össurar eru skráð bæði í kauphöllina hér á landi og í Kaupmannahöfn í Danmörku.

Ekki eru mikil viðskipti á bak við gengishækkunina hér á landi eða 13 milljónir króna.