Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hækkaði um 2,01% í Kauphöllinni í dag. Velta með hlutabréf Össurar nam 66 milljónum króna. Fyrirtækið skilaði uppgjöri í vikunni.

Þá hækkaði gengi Vodafone um 0,89% í dag og Haga um 0,58%. Hagar skiluðu uppgjöri í gær en félagið hagnaðist um tæpa 2 milljarða króna á fyrri helmingi ársins. Fram kom á uppgjörsfundi Haga í morgun að stefnt sé að því að minnka verslanir Haga í Holtagörðum og Smáralind til að auka hagkvæmni þeirra.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Marel um 0,4%, og bæði Eimskip og Regins um 0,22%

Gengi hlutabréfa TM lækkaði hins vegar um 0,66% og VÍS um 0,27%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,17% og endaði hún í 1.157 stigum í lok dags. Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni nam rúmum 1,3 milljörðum króna. Það er svipað og veltan var í gær og var það með mesta móti upp á síðkastið.