*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 7. maí 2013 16:59

Gengi bréfa Össurar tók stökkið

Gengi hlutabréfa bæði hækkaði nokkuð og lækkaði talsvert á sama viðskiptadeginum í Kauphöllinni.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði um 2,21% í Kauphöllinni í dag. Ekki eru mikil viðskipti á bak við hækkunina eða einungis tæpar 740 þúsund krónur. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Eimskips um 1,89%, VÍS um 1,39% og Haga um 0,88%.

Á móti lækkaði gengi bréfa Vodafone um 1,36%, Marel um 0,68% og Icelandair Group um 0,37%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,53% og endaði hún í 1.189 stigum í lok dags.