Hlutabréf í japanska fyrirtækinu Panasonic hækkuðu um 19% í dag. Ástæðan er sú að vonir standa til þess að reksturinn muni ganga betur á næstunni þegar búið er að endurskipuleggja fjármál og rekstur.

Ekkert fyrirtæki, sem er hluti af japönsku Nikkei vísitölunni, hækkaði meira í dag. Í gær tilkynnti Panasonic að hagnaður þriðja fjórðungs hefði meira en þrefaldast á síðasta ári.

Panasonic hefur á þessu ári verið að færa sig úr framleiðslu snjallsíma og plasmaskjáa yfir í iðnaðarframleiðslu, t.d. bílaframleiðslu.