Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði um 2,18% í rúmlega 150 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag en í morgun var frá því greint að félagið hafi tryggt endurfjármögnun Eignarhaldsfélags Smáralindar. Gengi hlutabréf Regins endaði í 10,78 krónum á hlut og hefur það aldrei verið hærra.

Á sama tíma lækkaði hins vegar gengi flestra félaga á markaði. Mest lækkaði gengi bréfa Eimskips eða um 2,22%. Þá lækkaði gengi bréfa Össurar um 1,09% og Icelandair Group um 0,38%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,23% og endaði hún í 987,81 stigi.