Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins lækkaði um 1,25% í örlitlum viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Velta með hlutabréf félagsins námu aðeins 152 þúsund krónum. Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins hefur verið á nokkuð hraðri siglingu upp á síðkastið og náð methæðum á svo til hverjum degi. Gengið stendur nú í 9,46 krónum á hlut. Skráningargengi félagsins var 8,25 krónur á hlut í sumar og hefur það samkvæmt gengi dagsins hækkað um tæp 17% síðan þá.

Þá lækkaði gengi bréfa Marel um 1,07% í dag og gengi bréfa færeyska bankans BankNordik sömuleiðis um 0,79%.

Gengi hlutabréfa Icelandair Group hækkaði um 1% í dag.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,42% í viðskiptum dagsins og endaði Úrvalsvísitalan í rétt rúmum 1.005 stigum. Veltan á hlutabréfamarkaði nam rétt tæpum 228 milljónum króna.