Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins hækkaði um 1,64% í rúmlega 35 milljóna króna viðskiptum á hlutabréfamarkaði í dag. Gengið stendur nú í 9,93 krónum á hlut og hefur það aldrei verið hærra. Hlutabréf Regins voru skráð á markað í Kauphöllinni í sumar. Sömu sögu er að segja af gengi hlutabréfa Haga. Það hækkaði um 0,52% í dag, endaði í 19,35 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra.

Af öðrum félögum hækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 2,28% í fremur litlum viðskiptum.

Á móti lækkaði gengi bréfa Marel um 1,11% og Icelandair Group um 0,42%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,2% og endaði vísitalan í tæpum 1.001 stigi. Talsverð velta var á markaðnum eða fyrir rúma 2,7 milljarða króna. Þessi mikla velta skýrist ekki síst af tilfærslu Lífeyrissjóðs Bankastræti 7 á eignahlutum í Icelandair Group.